Kaffitár allan hringinn!

Kaffitár allan hringinn!

Ef við erum á faraldsfæti í sumar er gott að vita hvar hægt er að nálgast Kaffitárskaffi úti á landi.

Það er alltaf gott að stoppa á einni af 28 Olís bensínstöðvunum því þar er Kafftár í baunavélum og eins uppáhellt á mörgum stöðvum. Gott að grípa með sér bolla í bílinn nú eða bara stoppa og fá sér kaffi og köku áður en haldið er lengra.

Í Samkaupsverslunum sem ýmist heita Kjörbúð eða Krambúð er boðið uppá Kaffitár. Verslanirnar eru 19 um land allt og þar er hægt að fá kaffi í götumál eða enn betra að koma með sitt eigið mál og kaupa áfyllingu.

Kaffihús sem bjóða uppá Kaffitár eru þó nokkur og um að gera að stoppa við og gæða sér á mat og kökum ásamt góðum kaffibolla. Ef farið er hringinn í kringum landið frá Reykjavík þá eru stoppin hér:

  1. Landnámssetrið – Borgarnesi
  2. Gilbakki – Hellissandi
  3. Sjávarborg – Stykkishólmi
  4. Stúkuhúsið – Patreksfirði
  5. B&S restaurant – Blönduósi
  6. Súkkulaðikaffihús Fríða – Siglufirði
  7. Brauðgerðarhús – Akureyri
  8. Kaupvangskaffii – Vopnafirði
  9. Nesbær – Neskaupsstað
  10. Cafe Vatnajökull– Vatnajökull
  11. Seljalandskaffi – Seljalandsfoss
  12. Vigtin bakhús – Vestmannaeyjum
  13. Bókakaffi Austurvegi – Selfossi
  14. Hakið þjónustumiðstöð – Þingvöllum
  15. Flughótel Keflavík – Reykjanesbæ
  16. Reykjavík:
  • Bío Paradís – Hverfisgötu
  • Dalur – Farfuglaheimilið Laugardal Loft Hostel – Bankastæti 7
  • Arna ís og kaffibar – Eiðstorgi Landspítalinn – Fossvogi Landspítalinn – Hringbraut
  • Pure Deli – Urðarhvarfi, Kópavogi