Um bændurna

Allt okkar kaffi frá Níkaragúa, Brasilíu og Gvatemala er án krókaleiða og við vinnum stöðugt í að fjölga bændum sem við getum átt bein viðskipti við til að tryggja sem mest gagnsæi og gæði auk þess að geta stutt kaffi bændur um allan heim. Frá 2006 hefur hlutfall hrábauna okkar sem við kaupum án krókaleiða aukist frá 31% af öllu innkeyptu kaffi í 45% 2007, til 53% í 2009, 75% 2010 og upp í 87% árið 2014.