Kaffifróðleikur

Ástríða fyrir góðu kaffi er grunnurinn að öllu sem við gerum.  Við kaupum meirihlutan af kaffibaununum beint af bónda, bændurnir okkar hafa allir sömu ástríðu og við fyrir góðu kaffi og hafa mikinn metnað í að rækta eins góðar kaffibaunir og hægt er. En það er ekki nóg að hafa gott hráefni, allt ferlið frá baun í bolla skiptir máli. Það sem neytendur ættu að hafa í huga er að kaffið sé eins ferskt og hægt er og helst nýmalað, búnaðurinn hreinn og hitastig vatns sem er notað. Hér að neðan er farið nánar yfir fróðleik sem kemur sér vel þegar að kemur að kaffigerð.