Kaffiklúbbur Kaffitárs í mars

Kaffiklúbbur Kaffitárs í mars

Kæri félagi

Þó enn sé snjór um land allt erum við í Kaffitári að huga að páskakaffinu. Páskar um miðjan apríl sem vonandi koma með rólyndisveðri og björtum dögum.

Við höldum uppteknum hætti og gerum kaffiblöndu úr kaffitegundum sem hafa áður verið einar og sér í klúbbnum. Frábært kaffi sem er Jing og Jang, mynda eina heild þegar blandað er saman

Kenía Top Kiri með bjarta ávaxtatóna en einnig þétt og mikið bragð er blandað saman við Súmatra Mandheling Raja Gayo. Súmatran hefur krydd, dökkt súkkulaði og múskatosykur í bragði. Saman verður þetta dúndur kaffiblanda sem er svaka góð með súkkulaði, súkkulaðieggjum, súkkulaðiköku, súkkulaðimús, súkkulaðibrauði já öllu þessu góða sem við borðum um páskana.

Daterra ræktar yrki sem heitir Laurina og hefur minna koffein en flest önnur yrki frá Daterra. Kjörlendiskaffi sem er sjaldgæft og einnig er vinnslan á kaffiberjunum óhefðbundin “anaerobic” gerjun.

Kaffið er nú brennt í expressóbrennslu eða dökka brennslu til að auka á fyllinguna og milda ávaxtatónana. Rúsínur og dökkur sykur í bland við brenndan keim með góðri mýkt. Skemmtilegt kaffi sem expressó eða í baunavél. Voða gott sem kvöldkaffi ef koffeinið er að þvælast fyrir manni.

PAKKARNIR TVEIR ERU ÁÆTLAÐIR Í PÓST ÞANN 16. MARS OG VERÐA TILBÚNIR TIL AFHENDINGAR Á KAFFIHÚSUM OKKAR FÖSTUDAGINN 18. MARS.

Verðið á sendingunni er 2.900 kr. Sendingarkostnaður er 1.300 kr.

SKRÁ MIG Í KAFFIKLÚBB KAFFITÁRS