Kaffiklúbbur Kaffitárs í Júní

Kaffiklúbbur Kaffitárs í Júní

Jónsmessukaffi

Jónsmessunótt er kaffiblanda sem Kaffitár seldi sem kaffi mánaðarins í júní á árunum 1995-2005. Í þá daga var gerð kaffiblanda fyrir hvern mánuð og kaffið var selt á kaffihúsunum í Kringlunni og í Bankastræti. Nú var ákveðið að prufa eitthvað af þessum blöndum og sjá hvort þær væru eins góðar og minningin um þær voru. Jónsmessunótt er skemmtilegt kaffi þar sem tveimur mismunandi brennslustigum er blandað saman. Þetta er ekki flókin blanda en engu að síður gott kaffi. Ef hráefnið er gott er kaffið gott.



Kaffiblandan er frá Kólumbíu sem brennt er í meðalbrennslu, ný uppskera af Níkaragúa einnig brennt í meðalbrennslu og síðan er Gvatemala brennt í Vínarbrennslu. Þessu er blandað saman eftir brennslu og úr verður þétt og mikið kaffi sem er frísklegt með góðum súkkulaðikeim. Sætan minnir á epli og í eftirbragði má finna smá krydd. Sannarlega gott í bolla úti í bjartri sumarnóttinni.

Brasilía Daterra Villa

Þau á Daterra þreytast ekki á að gera tilraunir með yrki og brögð. Við keyptum 10 sekki af Villa kaffi því okkur fannst það svo mjúkt og gott á smökkunarborðinu. Og nú er kaffið komið og það er afbragð.



Kaffi með mjúkri áferð og miðlungs fyllingu. Sæt vanilla, aprikósur, heslihnetur og súkkulaði með kirsuberjafyllingu.

Kaffi sem hentar fullkomlega í expressó og alltaf gaman að smakka eina tegund af kaffi í expressó en ekki blöndu eins og oftast er. Villa nýtur sín einnig í uppáhellingu.

Þar sem báðar þessar kaffitegundir, Villa og Jónsmessukaffi eru þéttar í munni og örlítið kryddaðar eru þær fullkomnar eftir bragðmikinn mat eins og t.d. grillmat.

Njóttu vel!

 

Verðið á sendingunni er 2.900 kr. Sendingarkostnaður er 1.300 kr.

SKRÁ MIG Í KAFFIKLÚBB KAFFITÁRS